1.5.2008 | 17:21
frídagur verkalýðsins
hann rennur upp bjartur og fagur ........................út um gluggann því ekki er mikill hiti úti ennþá
en birtan er svo skemmtileg eftir langan og dimman vetur að maður getur allt á svona degi
ég passaði mig nú á að álpast ekki upp Esjuna aftur því ég verð að hlusta á minn innri mann sem segir að svona geri maður ekki á besta aldri þegar ungdómurinn er liðinn og hefur ekki verið notaður á skynsamlegan hátt
fyrst kemst maður í almennilegt form................hvenær sem það verður...................síðan (eða kannski ekki) fer maður upp Esjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 18:04
og þá er ég búin að afgreiða Esjuna
ég fór í strekkings vindi í Esjuhlíðar á laugardags morgun og hamaðist þar til ég kom að brúnni yfir Mógilsá
þar gáfust hnén og lungun upp og heimtuðu að fara á jafnsléttu aftur eða ég myndi hafa verra af
og auðvitað geri ég eins og mér er sagt.......alltaf jafn vel upp alin
annars er það ekki gaman að fyllast eldmóði á laugardagsmorgni, sem rís glampandi fagur út um gluggann hjá manni og þurfa svo að hætta við miðja vegu upp í himininn, af því skankarnir hafa ekki fengið nógu mikla hreyfingu síðustu 30 árin
en ég er ekki hætt..........það er alltaf dagur eftir þennan dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 17:30
bloggið mitt
jæja þá......ég er búin að ákveða að hafa síðuna mína einfalda og læsilega þar sem stóra systir getur ekki lesið hvíta stafi á svörtum grunni sem mér fannst bara doldið smart
en ef ég vil að mumlið mitt skili sér þarf að vera hægt að lesa það, ekki satt ?
en nú er Tumi farinn heim til sín og búið að þrífa hátt og lágt eftir hann
hann er dáldill sóði eins og allir hans líkar svo maður verður að taka það með í reikninginn ef maður ætlar að hafa fugl...og voða þægilegt að geta skilað honum þegar eyrun eru að detta af einhverjum á heimilinu
en skemmtilegur er hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2008 | 23:03
Tumi alltaf skemmtilegur
Nú fékk hann aldeilis skemmtilegt fólk í heimsókn. Kristján og Marta komu óvænt og bjuggu til pizzu í kvöldmatinn og Marta tók Tuma eins og hverju öðru barni í uppeldi og tókst mjög vel. Hann skiptist á að vera hjá þeim á öxlinni.
Síðan flaug hann á kollinn á Mörtu og tók að snyrta hana eins og hann gerir við okkur. Þá tók hún til við að ala hann upp því það getur verið óþægilegt líka. Honum líkaði það bara vel þangað til hann varð of ágengur því hún vildi ekki láta narta í sig og ýtti honum burtu svo hann flaug á búrið sitt.
En hann bítur ekki þó ýtt sé við honum svo honum er ekki alls varnað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 23:38
Umferðin í dag
er það bara ég eða er umferðin að verða stressaðri með hverjum deginum
mér hefur alltaf fundist gaman að keyra hvert sem ég fer en þessa dagana er þetta orðið eitthvað sem ég verð að gera til að komast í vinnuna, ekkert gaman......eða eins og Bubbi segir eins og að vera í sumarbústað með góða músik á og vera bara í núinu
hvað gerir maður þá ? tekur strætó ? fer í carpool með öðrum á sömu leið ? hvað ?
ég gæti líka bara hægt á mér og keyrt á örlítið minni hraða en umferðin er á og athugað hvað skeður......kannski hægir einhver á sér......................já eða þannig :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 22:43
Tumi græni framhald
Það sem honum finnst skemmtilegast er að sitja á hausnum á manni á meðan maður gerir hvað sem maður gerir. Ef honum er hleypt út þá er það bara sá sem næstur er sem lent er á.
Svo er hann ofboðslega forvitinn um allt sem er að ske. Og vei þeim sem ekki talar við hann eða sýnir honum vinarhót.
Svo þykir honum allt gott nema gulrætur, hann borðar allt sem honum er rétt.
Hér eru nokkrar myndir með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 19:23
Flugvélar og ferðalög
Þegar ég fór til London um daginn flaug ég með Iceland Express. Ekkert nema gott um það að segja og er ég mjög ánægð með að geta ráðið hvort ég borða um borð eða ekki þar sem flugvélamatur er ekki það besta sem ég fæ. Ég vil frekar kaupa matinn sem ég borða og borga minna fyrir flugið.
Og geta pantað mér sæti áður en ég mæti í innskriftina er æði.
Ég er ein af þeim sem þoli ekki að sitja endalaust föst inni í vél á meðan fremri hlutinn er farinn frá borði. Ég vil komast út um leið og hurðin opnast og panta því sæti framarlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 19:17
Tumi framhaldssaga
Nú er Tumi orðinn heimavanur. Farinn að fljúga um allt og lendir á hverju sem er. Ýmist á hausnum á okkur eða gólfinu og er alsæll með frelsið.
Hann er ekkert fyrir það að láta taka sig upp á putta eða prik. Vill bara fá að vera í friði á hausnum á okkur eða fljúga um sjálfur.
Hann er að læra að segja Tumi bestur eða Tumi góður strákur og góðan daginn Tumi.
Eitthvað er nú farið að renna á okkur tvær grímur með að fá okkur svona gæludýr því hann getur verið hávaðaseggur á milli þess sem hann fær okkur til að hlæja.
En fallegur er hann nú samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 16:37
Mótmæli bílstjóra
Alveg er ég sammála bílstjórunum sem þora að mótmæla með því að silast eftir götunum og flauta. Ég tek fullan þátt í þessu þegar ég er í námunda. Þó ég þurfi að verða of sein á áfangastað þá er líf eftir þetta líf. Það ættu allir að taka þessu með jafnaðargeði og hjálpa þeim í stað þess að ergja sig.
Fyrir utan þetta í gær þegar þeir keyrðu í veg fyrir fólksbíla í Ártúnsbrekkunni, það var of hættulegt.
Ég var í Ártúnsbrekkunni einn daginn sem þeir hægðu á og fylltist stollti að fá að vera með í svona fjölmennum mótmælum. Loksins gerði einhver eitthvað sem eftir er tekið !!!!!
Ég skil þá sem eru í þeim aðstæðum að líf liggur við eða sjúkdómar en almennt þá eigum við að leggja þeim lið því þetta eru mótmæli sem öllum kemur við.
Það er ekki oft sem Íslendingar mótmæla svo eftir sé tekið en þetta er eitt að þeim skiptum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 16:14
Tumi framhald.....
Hann er nú ekki sá sneggsti á morgnana. Ég hef vakið hann undanfarna daga með "Góðan daginn Tumi" og fæ til baka fjaðraþyt og klukk... bíp.....flaut.....kvak til skiptis.
Hann er nafli alheimsins að sjálfsögðu. Við hreinsuðum botninn í búrinu hans og fórum þess vegna með það inn á baðgólf. Þar sat hann fyrir framan spegilinn og snyrti sig og lék við hvern sinn fingur, því ekki er hann hræddur við neitt.
Eftir hreinsunina prófaði ég að setja fuglabaðið inn í búrið. Honum fannst það ekki sniðugt en reyndi að naga festingarnar í sundur.
Nú er hann kominn á sinn stað aftur við gluggann og með nýtt dót í búrið sem hann er alsæll með og steinþegir aldrei þessu vant.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
gustapustnanusdisputantum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar