Færsluflokkur: Bloggar

Tónleikar í London

Alveg frábærir tónleikar sem við fórum á í London 3.4.08 þar sem Ali Campbell tróð upp.

Ali var aðalsöngvari hljómsveitarinnar UB40 sem hefur verið okkar uppáhald í mörg ár.  Því miður er hann hættur með þeim.  En sóló ferillinn verður örugglega ekki verri því skemmtilegri söngvari er vandfundinn.  Hann söng í þetta skipti í Royal Albert Hall ásamt fleirum og gerði það af stakri snilld.

Við notuðum tækifærið og fórum í Eye á mjög svo góðum degi  og sáum bókstaflega alla London á einu bretti.

Sérlega góð ferð fyrir utan að ég tók með mér kvefpest sem ég hélt fast í allan tímann og er rétt að lagast núna.


Tumi græni í heimsókn

Aldeilis er hann magnaður. Ég er með Tuma í heimsókn í tvær vikur á meðan "mamma" hans leikur sér í útlöndum. 

Á milli þess að babbla óskiljanlega og tísta á sinn sérstaka hátt er hann á fullu að naga eitt og annað sem honum er rétt í gegnum rimlana, og að fylgjast með allri hreyfingu út um gluggann.

Ég dauðöfunda systur mína af honum.   En kannski fæ ég mér bara líka fugl, hver veit.

Það er búið að vera draumur okkar að fá okkur fugl eftir að fjölskyldufuglinn dó fyrir þó nokkrum árum.  Það var African Grey fugl sem talaði og skemmti okkur á sinn skemmtilega hátt.   En þeir fuglar eru bara rándýrir og lifa lengur en við mannfólkið, svo eitthvað hefur þetta dregist hjá okkur.  Það er auðvitað bara æðislegt að fá einn lánaðann áður en maður tekur ákvörðun um næstu tugi ára.


Við göngum svo léttir í lundu......

ég er eins og ég hef áður sagt, að uppgötva hvað það er æðislegt að ganga.  Það er hægt að ganga allra sinna ferða í borginni, auðvitað með misjöfnum árangri, en alla vega hægt.   Ég fékk stóru systur til að fara með mér meðfram strandlengjunni frá Skerjafirðinum inn að Nauthólsvíkinni og til baka sem er mjög fallegt í góðu verðri.  Við rifjuðum upp ýmislegt úr barnæskunni í Hlíðunum og Öskjuhlíðinni sem var æðislegt leiksvæði fyrir forvitna krakka.  Og dáðumst auðvitað að Nauthólsvíkinni sem er draumastaður fyrir krakka í dag.  Og svo á auðvitað að byggja stærðar háskóla rétt við draumastaðinn, en ekki hvað.

 


aftur og aftur

ég er búin að fara tvisvar.......nei þrisvar í gönguferð eftir vinnu og um helgi

og geri aðrir betur

ég er rétt að uppgötva eftir öll þessi ár að það er hægt að nota tímann betur en ég hélt

það er óþarfi að láta þessa klukkutíma sem maður er ekki í vinnunni eyðast upp í sjónvarpsglápi eða öðru álíka óþarfa hreyfingarleysi

næsti tindur er kannski Esjan, hver veit hvenær ég kemst þangað upp


Nánasta umhverfi Reykjavíkur

Ekki hélt ég að ég myndi hafa mig í að keyra í 30 - 45 mín. frá Reykjavík og fara í upplífgandi 2ja tíma gönguferð

ég er nefnilega skrifstofublók sem finn mér alltaf afsökun til að fara bara heim eftir 10 tímana í vinnunni og helst ekki hreyfa mig

en það er æðislegt að hafa farið í þessa gönguferð því ég uppgötvaði að þó maður vinni 10-12 tíma á dag þá hefur maður kraft í erfiða göngu og getur líka mætt í vinnuna á réttum tíma daginn eftir

nú er bara að finna hin fjöllin í nágrenninu og klífa hærra 


hvert fara þeir sem vilja keyra yfir löglegum hraða ?

ef viljinn er fyrir hendi þá er til kappakstursbraut ekki satt ?

viljinn þarf bara að vera með í för......og óskin að skaða engann annan en sjálfan sig

lífið er of stutt ........nema manni liggi á að komast yfir móðuna miklu

 


Flýttu þér hægt.........

Fann það..... 

Það er alltaf verið að tala um ofsaakstur þessa dagana.   Ég er ein af þeim sem þarf að komast í vinnuna úr Grafarvoginum niður í Borgartún.  Það tekur á góðum degi 7 mín. en á slæmum degi 27 mín. 

Heilar 10 mín. eru munurinn á stressi og ekki stressi. 

Hvað get ég verið að gera annað á þeim tíma sem það tekur að keyra á skynsamlegum hraða ? 

klára sérlega stóran díl við "brokerinn" í NY,   klára samninginn um penthouse íbúðina í "skugga",  eða

...... sækja fötin í hreinsunina, keyra börnin í tónskólann, fara í líkamsræktina, kaupa í matinn,  eða

.........á ég ekki bara að leyfa þessum mínútum að líða og leyfa mér að komast á leiðarenda án þess stressa mig og aðra með fanta keyrslu..........sem gerír ekkert annað en að valda óþægindum allan liðlangan daginn,  því það er ekki bara stress á leiðinni  í vinnuna og heim heldur allan daginn líka.

svo eru það mótorhjólin......eða ökumenn þeirra

mig dreymdi um það fyrir daga eiginmanns og barna að fá mér mótorfák og hjóla um göturnar með vindinn í hárinu án þess að þurfa að stíga pedalana í gríð og erg

ég get skilið að það sé spennandi að keyra hratt á þeim en það er eitthvað mikið að þegar mönnum finnst í lagi að keyra á svo miklum hraða að dauðinn er vís ef eitthvað fer úrskeiðis

það eru til sérstakar brautir sem leyfa slíkan hraða þar sem enginn annar er í vegi fyrir manni, en akstur innan um aðra umferð á brjáluðum hraða er aldrei í lagi

 


assssskoti maður

ég var búin að skirfa margar margar línur um ofsaakstur  og  svo týnist það bara

 ég held ekki að ég nenni að skrifa þetta aftur

ég er bara á móti ofsaakstri......... mínum og annarra.........sérstaklega annarra............þar sem ég keyri auðvitað alltaf allsgáð og með fulla stjórn á öllu og öllum í kringum mig

það tekst engum eins vel og mér að komast í vinnuna á 7 mín.  úr Grafarvogi niður í Borgartún

og án þess að valda öðrum nokkurn tíma vandræðum

og hana nú

 


Góðu hliðarnar í lífinu

Hverjar eru þær ?   börnin okkar ?   vinirnir ?   fjölskyldan ?   vinnufélagarnir ?   eða eru það jepparnir, 300fm sumarhúsin,   sumarleyfin á Jamaica,   eða var það Bali ?    erum við farin að týna áttum ?

ekki það að við megum ekki hafa það gott, en þegar munurinn er eins mikill og allt bendir til þá fer ég að efast um að við séum á réttri leið

........ef allt gull heimsins fyndist í fátækasta landi heimsins þá væri það land áfram fátækast en ríkasta landið ríkara 

er eitthvað hægt að gera ?       erum við ofurseld þessu óréttlæti ?      viljum við eitthvað gera ?       er þetta ekki bara allt í lagi ?      live and let live     eða á ég að gæta bróður míns ?   

  

 


Olíufélögin

Hver tók við rekstri olíufélaganna eftir samráðs stríðið hér um árið ?   hver tók við PR starfinu og svaraði því til að "við" vildum ekkert sjá verð upplýsingar á heimasíðum þeirra vegna þess að við værum ekki að eltast við verð muninn sem er á milli stöðva ?...............af hvaða plánetu koma þeir ?   ég hef ekki verslað bensín hjá þeim síðan þetta bévítans mál kom upp því ég læt ekki segja mér það tvisvar að "fólk sé fífl"   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

gustapustnanusdisputantum

Höfundur

Ágústa

sveimhugi með skoðanir á mönnum og málefnum

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • P4150008
  • P4180009
  • P4180013
  • P4180010
  • P4100002

Myndaalbúm

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband