15.6.2007 | 22:53
Flýttu þér hægt.........
Fann það.....
Það er alltaf verið að tala um ofsaakstur þessa dagana. Ég er ein af þeim sem þarf að komast í vinnuna úr Grafarvoginum niður í Borgartún. Það tekur á góðum degi 7 mín. en á slæmum degi 27 mín.
Heilar 10 mín. eru munurinn á stressi og ekki stressi.
Hvað get ég verið að gera annað á þeim tíma sem það tekur að keyra á skynsamlegum hraða ?
klára sérlega stóran díl við "brokerinn" í NY, klára samninginn um penthouse íbúðina í "skugga", eða
...... sækja fötin í hreinsunina, keyra börnin í tónskólann, fara í líkamsræktina, kaupa í matinn, eða
.........á ég ekki bara að leyfa þessum mínútum að líða og leyfa mér að komast á leiðarenda án þess stressa mig og aðra með fanta keyrslu..........sem gerír ekkert annað en að valda óþægindum allan liðlangan daginn, því það er ekki bara stress á leiðinni í vinnuna og heim heldur allan daginn líka.
svo eru það mótorhjólin......eða ökumenn þeirra
mig dreymdi um það fyrir daga eiginmanns og barna að fá mér mótorfák og hjóla um göturnar með vindinn í hárinu án þess að þurfa að stíga pedalana í gríð og erg
ég get skilið að það sé spennandi að keyra hratt á þeim en það er eitthvað mikið að þegar mönnum finnst í lagi að keyra á svo miklum hraða að dauðinn er vís ef eitthvað fer úrskeiðis
það eru til sérstakar brautir sem leyfa slíkan hraða þar sem enginn annar er í vegi fyrir manni, en akstur innan um aðra umferð á brjáluðum hraða er aldrei í lagi
Um bloggið
gustapustnanusdisputantum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi bara benda þér á að það er ekki til nein braut á landinu. Ef fólk vill komast á braut verður það að fara erlendis, ekki allir sem hafa möguleika á því. En get sagt þér það að ef að braut kæmi, þá myndi hraðakstur minnka á götunum. Einstaklingar vilja frekar keyra á þessum hraða löglegir og á afmörkuðu svæði heldur en út á götu...
Sideways (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:58
Heyrðu - það er ekki of seint að fá sér hjól, einn frændi okkar á sextugsaldri var að fá sér eitt núna þegar hann er að komast á eftirlaun. Nú getur hann farið að berjast fyrir því að svona braut verði búin til.
Halldóra Halldórsdóttir, 16.6.2007 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.